Lífið

Stór tilkynning í vændum í desember

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá stóra sviðinu á hátíðinni í sumar.
Frá stóra sviðinu á hátíðinni í sumar. MYND/BRYNJAR SNÆR
Tónlistarhátíðinni Secret Solstice verður aftur í Laugardalnum næsta sumar, dagana 19. til 21. júní en fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice að tilkynnt verður um mjög þekkta listamenn sem eiga eftir að koma fram í næsta mánuði.

Secret Solstice var haldin í fyrsta sinn í sumar og hlaut hátíðinni góðar viðtökur. Á hátíðina komu um átta þúsund gestir, þar af um tvö þúsund erlendis frá.

Skipuleggjendur breyttu Laugardalnum í risastórt tónleikasvæði og tókst vel til. Fram kemur í tilkynningunni að stefnt sé að því að hafa hátíðina á næsta ári enn veglegri.

Sérstaklega á að vanda tónlistardagskrána og gera hana fjölbreyttari og betri. 150 tónlistaratriði komu fram í sumar og meðal þeirra stærstu má nefna Massive Attack, Disclosure, Woodkid, Banks, Schoolboy Q, Múm og Jamie Jones.

Secret Solstice er haldin á sumarsólstöðum á bjartasta tíma ársins.

Miðsala hófst 2.nóvember síðastliðinn og seldist fyrsta miðaþrep upp á fjórtán mínútum. Fleiri miðar á sérstöku forsölutilboði í takmörkuðu upplagi hafa verið settir í sölu á 13.900 kr. og að sögn skipuleggjanda eru þeir í þann mund að seljast upp.

Fullt verð verður 19.900 kr. Börn undir 10 ára fá ókeypis inná hátíðina í fylgd með fullorðnum.


Tengdar fréttir

Svitalykt af Erpi

Sá franskættaði lét sig ekki vanta á Secret Solstice.

Massive Attack stóð fyrir sínu

Massive Attack voru án efa langstærsta nafnið á Secret Solstice og stóðu gjörsamlega undir öllum væntingum hátíðargesta.

Secret Solstice fær leyfi fyrir 2015

Reykjavíkurborg hefur veitt skipuleggjendum Secret Solstice leyfi til að halda tónlistarhátíðina aftur næsta sumar. Hávaðinn verður ekki alveg eins mikill.

Næsta Secret Solstice virði hávaðamörk

Hverfisráðs Laugardals segir að þótt Secret Solstice-tónlistarhátíðin í júní hafi almennt gengið vel hafi formlegar kvartanir borist frá nítján íbúum og að þær beri að taka alvarlega.

Með Magga Legó í skottinu

Það var heldur betur stuð í nafnlausu listastúdíói Grandabræðra á sunnudaginn í eftirpartíi eftir Secret Solstice-hátíðina.

Schoolboy hlustaði á Gísla Pálma

Í myndskeiði á samfélagsmiðlinum Snapchat sem sýnir Schoolboy Q slappa af ásamt fylgdarliði sínu fyrir tónleika má heyra rapparann hlusta á kollega sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×