Enski boltinn

Stór meirihluti yrði sáttur við homma í sínu liði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
BBC gerði könnun á meðal stuðningsmanna knattspyrnuliða í Englandi, Skotlandi og Wales um hvort þeir yrðu sáttir við að þeirra lið myndi semja við samkynhneigðan leikmann.

Alls svöruðu 82 prósent því til að þeim myndi ekki finnast neitt vera að því að hommi spilaði í þeirra liði. 8 prósent þeir sem svöruðu sögðu aftur á móti að þeir myndu hætta að horfa á liðið sitt ef það semdi við samkynhneigðan leikmann.

Í síðustu viku sagði formaður enska knattspyrnusambandsins, Greg Clarke, að hann ætlaði sér að fara varlega í að hvetja fótboltamenn að koma úr skápnum því viðkomandi aðilar ættu von á miklum skít úr stúkunni.

Clarke sagðist skammast sín fyrir að til væru leikmenn sem teldu það ekki vera óhætt að koma út úr skápnum í dag. Hann hefur lofað því að taka hart á öllum fordómum í garð samkynhneigðra í boltanum.

Í nýlegri könnun kom fram að helmingur knattspyrnuunnenda sagðist hafa heyrt ljót orð í garð samkynhneigðra í stúkunni á leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×