Innlent

Stór hluti makrílsins er við Ísland

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Hér er Sveinn Sveinbjörnsson í leiðangrinum sem nú hefur leitt okkur í sanninn um að um 18 prósent af markrílnum sé innan íslenskrar lögsögu.
Hér er Sveinn Sveinbjörnsson í leiðangrinum sem nú hefur leitt okkur í sanninn um að um 18 prósent af markrílnum sé innan íslenskrar lögsögu.
Tæpur fimmtungur alls makríls í Norðaustur-Atlantshafi, eða tæp 18 prósent, mældist innan íslenskrar efnahagslögsögu í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri.

Um er að ræða rannsókn sem Íslendingar taka þátt í ásamt Norðmönnum, Færeyingum og Grænlendingum.

Ekki veitti af samstöðunni því rannsóknasvæðið var um 2,45 milljónir ferkílómetra. Innan þess mældust níu milljónir tonna af makríl og af þeim um 1,6 milljónir tonna sem mældust í íslenskri lögsögu.

Þéttleikinn á öllu svæðinu reyndist sá mesti frá því makrílmælingar hófust árið 2007. Mestur er makríllinn innan lögsögu Norðmanna en þar mældist fjórðungur makrílsins.

Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar sem tók þátt í leiðangrinum, er nú á leiðinni til Akureyrar þar sem hann fer í slipp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×