Innlent

Stór hluti á eftir að samþykkja leiðréttinguna

Linda Blöndal skrifar
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra á kynningarfundi hinnar svokölluðu Leiðréttingar.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra á kynningarfundi hinnar svokölluðu Leiðréttingar. vísir/gva
Um þrettán þúsund manns hafa nú samþykkt á netinu skuldaleiðréttingu fyrir fasteignalán sitt en 95 þúsund manns fengu tölvupóst rétt fyrir jól þar sem þeim er gefinn kostur á samþykkt.

Svo var staðan um hádegi í gær og þá áttu rúmlega 80 þúsund einstaklingar enn eftir að samþykkja útreikninga um niðurfellingu lána sinna. Á bilinu 70 til 80 manns eru að jafnaði inni á vefsíðunni leidrétting.is. Alls hefur 95 þúsund einstaklingum staðið til boða að samþykkja lánaleiðréttingu frá því á Þorláksmessu.

Ekki hafa þó allar umsóknir verið afgreiddar eða 7500 talsins, það eru þeir sem geta enn ekki séð niðurstöðu umsóknar sinnar á leidretting.is vegna ýmissa ástæðna, um hvort eða hve mikið lán þess verður lækkað. Ekki er hægt að synja sérstaklega lánaleiðréttingu heldur kemur í ljós eftir þrjá mánuði, þegar frestur rennur út, hve margir voru ósamþykkir því sem þeim var ætlað.

Þá hafa um 30 þúsund ráðstafað séreignasparnaði sínum til þess að lækka höfuðstól fasteignaveðlána sinna eða til þess að kaupa sína fyrstu fasteign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×