Enski boltinn

Stöngin inn hjá Eiði Smára á Twitter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári og Ronaldinho fagna í leik með Barcelona.
Eiður Smári og Ronaldinho fagna í leik með Barcelona. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn með stóran fylgjendahóp á Twitter og hefur átt færslur þar sem hafa vakið mikla athygli.

Vinsælasta færslan hans var létt kynding á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, eftir leik Man. Utd og Chelsea.

Skrifað var um þá færslu á stærstu miðla Bretlands. Sú færsla fékk 37 þúsund endurvarpanir [retweet] og 31 þúsund líkuðu við færsluna. Þetta er líklega vinsælasta færsla Íslendings á Twitter.





Eiður Smári lýsti því svo yfir í gær að hann væri til í að spila fyrir brasilíska félagið Chapecoense sem missti næstum alla sína leikmenn í flugslysi á dögunum.

Þá myndi hann líka spila aftur með vini sínum, Ronaldinho, en þeir léku saman með Barcelona á sínum tíma.

Sú færsla er kominn í 5.800 retweet og 7.500 hafa líkað við hana. Skiljanlega enda falleg uppástunga hjá Eiði Smára.

Hann er einn vinsælasti Íslendingurinn á Twitter með 27 þúsund fylgjendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×