Enski boltinn

Stones í byrjunarliði Englands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Stones í leik með Everton.
John Stones í leik með Everton. vísir/getty
John Stones, hinn tvítugi varnarmaður Everton, verður í byrjunarliði Englands á morgun þegar liðið mætir Noregi á Wembley í vináttuleik í knattspyrnu.

Þetta verður fyrsti landsleikur Stones fyrir England, en hann verður í vörninni ásamt Phil Jones, Gary Cahill og samherja sínum hjá Everton, Leighton Baines.

Arsenal-mennirnir Jack Wilshere og Alex Oxlade-Chamberlain byrja leikinn ásamt fyrirliðanum Wayne Rooney og Liverpool-leikönnunum Raheem Sterling, Jordan Henderson og Daniel Sturridge.

Leikurinn er liður í lokaundirbúningi enska liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016, en það hefur leik á mánudagskvöldið gegn Sviss.

Byrjunarlið Englands: Joe Hart; John Stones, Phil Jones, Gary Cahill, Leighton Baines; Jack Wilshere, Jordan Henderson, Raheem Sterling; Alex Oxlade-Chamberlain, Daniel Sturridge, Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×