Innlent

Stoltir af Þjóðhátíð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Þjóðhátíð.
Á Þjóðhátíð. vísir/vilhelm
„Bæjarstjórn er afar stolt af þjóðhátíð ÍBV og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd,“ segir í bókun sem allir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykktu á þriðjudag.

„Á Þjóðhátíð í Eyjum hefur ekki og mun aldrei verða sýnt umburðarlyndi gagnvart hvers kyns ofbeldisglæpum,“ segir í bókuninni.

„ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd hafa jafnt og þétt unnið markvisst að því að tryggja öryggi og velferð þjóðhátíðargesta. Þannig hefur til að mynda gæsla verið aukin til muna, salernisaðstæður og lýsing bættar verulega og öryggismyndavélum fjölgað ár frá ári.“

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×