Innlent

Stolið frá tugum íslenskra flugfarþega

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stolið var úr töskum nokkurra tuga íslenskra flugfarþega á síðasta ári eftir að farþegar hafa innritað sig í flug. Túristi.is greinir frá.

Ekki er hægt að greina mun á fjölda tilfella eftir því hvort flogið er til og frá Íslandi eða milli tveggja erlendra flugvalla.

Mælt er með að farþegar taki það allra verðmætasta með sér í handfarangri og gildir það sama um hluti sem ekki er hægt að vera án í ferðalaginu.

Á síðasta ári voru Íslendingar oftast rændir í Barcelona á Spáni en stærri tjón, sem og innbrot í bíla og gististaði, urðu á Costa Blanca svæðinu á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×