Körfubolti

Stólarnir fá Kana og nýjan aðstoðarþjálfara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Darren Townes.
Darren Townes.
Tindastóll hefur fengið til sín nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil og því ljóst að Myron Dempsey spilar ekki aftur með liðinu í vetur.

Stólarnir eru búnir að ganga frá samningi við Darren Townes, framherja sem spilað hefur í Finnlandi, Portúgal og á Írlandi. Það er feykir.is sem greinir frá þessu.

Townes er fæddur 1986 og er 202 cm á hæð. Hann er sagður sterkur alhliða leikmaður sem nýr þjálfari Stólanna, Finninn Pieti Poikola, þekkir vel til.

Tindastóll er einnig búið að semja á ný við íslensku Bandaríkjamennina Darrel Lewis og Darrel Flake þannig silfurliðið frá síðasta ári kemur vel mannað til leiks á ný.

Feykir.is greinir einnig frá því að hinn þrautreyndi Kári Marísson, sem var aðstoðarþjálfari Tindastóls á síðustu leiktíð, stígur til hliðar og verður nýjum þjálfara ekki til aðstoðar í vetur.

Poikola sótti aðstoðarþjálfara sinn hjá danska landsliðinu, Harri Mannonen, og sjá þeir um Tindastólsliðið á næstu leiktíð í Dominos-deildinni.

Tilþrif með Darren Townes frá síðustu leiktíð:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×