Lífið

Stóla á söngkonuna í japönskunni

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er væntanleg hérlendis 3. nóvember.
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar er væntanleg hérlendis 3. nóvember. Mynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir
„Júlía [Hermannsdóttir] söngkona er örugglega best í japönskunni. Hún var að læra japönsku, þannig að erum svolítið að stóla á hana til að redda okkur,“ segir Úlfur Alexander Einarsson í Oyama.

Hljómsveitin fer í tónleikaferðalag til Japans í nóvember þar sem hún kemur fram á fernum tónleikum, m.a. á norrænu tónlistarhátíðinni Hokuo í Tókýó. Einnig spilar hún í borginni Osaka með japönsku sveitinni Vampillia.

Fyrsta breiðskífa Oyama, Coolboy, kom út í Japan á mánudaginn á vegum Imperial Records. Hún er væntanleg hér á landi 3. nóvember. Upptökustjóri var Pétur Ben.

„Við spiluðum á tónlistarhátíð í Brighton í fyrra og þá kom aðili frá þessu japanska plötufyrirtæki. Hann var hrifinn af okkur og bauð okkur plötusamning,“ segir Úlfur Alexander. „Við höfum alltaf verið mjög spennt fyrir því að fara til Japans að spila, að vera fræg í Japan.“

Hljómur Oyama hefur breyst frá því stuttskífa kom út í byrjun síðasta árs. „Við erum búin að færast í burtu frá þessum shoegaze-“fíling“ og komin í aðeins víðari hljóm.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×