Enski boltinn

Stoke fær fyrrverandi leikmann Real Madrid á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jesé fékk fá tækifæri hjá PSG.
Jesé fékk fá tækifæri hjá PSG. vísir/getty
Spænski sóknarmaðurinn Jesé Rodríguez er genginn til liðs við Stoke City á eins árs lánssamningi frá Paris Saint-Germain.

Jesé er uppalinn hjá Real Madrid og skoraði 18 mörk í 94 leikjum fyrir Madrídarliðið áður en hann fór til PSG síðasta sumar.

Jesé fékk fá tækifæri hjá franska liðinu og var lánaður til Las Palmas seinni hluta síðasta tímabils.

Jesé er sjötti leikmaðurinn sem Stoke fær í sumar. Áður voru Darren Fletcher, Kurt Zouma, Maxim Choupa-Moting, Bruno Martins Indi og Josh Tymon komnir.

Þá hefur Stoke selt spænska sóknarmanninn Joselu til Newcastle United.

Joselu kom til Stoke frá Hannover 96 fyrir tveimur árum en gerði engar rósir hjá enska liðinu. Á síðasta tímabili var hann lánaður til Deportivo La Coruna þar sem hann skoraði sex mörk í 24 leikjum.

Joselu er farinn til Newcastle.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×