Stoke City átti stćrstu kaupin á síđasta degi gluggans

 
Enski boltinn
23:37 01. FEBRÚAR 2016
Giannelli Imbula í leik međ Porto.
Giannelli Imbula í leik međ Porto. VÍSIR/GETTY

Giannelli Imbula varð í dag dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke City eftir að enska úrvalsdeildarfélagið keypti hann á 18,3 milljónir punda frá Porto.

Stoke hafði áður eytt mestu í Svisslendinginn Xherdan Shaqiri sem félagið keypti á 12 milljónir punda frá Internazionale fyrir núverandi tímabil.

Giannelli Imbula er ekki aðeins dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke því ekkert enskt félag eyddi meiru í einn leikmann í þessum félagsskiptaglugga sem lokaði í kvöld.

Giannelli Imbula er 23 ára gamall franskur miðjumaður sem var aðeins hálft tímabil hjá Porto.

Porto keypti hann frá franska félaginu Marseille í júlí en hann hafði spilað með Marseille í tvö tímabil.

„Giannelli er mjög góður ungur leikmaður," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke í viðtali á heimasíðu félagsins í kvöld.

„Hann er kraftmikill, góður með boltann og getur gefið langar og góðar sendingar. Það er enginn vafi á því að hann gerir liðið betra," sagði Hughes.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Stoke City átti stćrstu kaupin á síđasta degi gluggans
Fara efst