Stoke City átti stćrstu kaupin á síđasta degi gluggans

 
Enski boltinn
23:37 01. FEBRÚAR 2016
Giannelli Imbula í leik međ Porto.
Giannelli Imbula í leik međ Porto. VÍSIR/GETTY

Giannelli Imbula varð í dag dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke City eftir að enska úrvalsdeildarfélagið keypti hann á 18,3 milljónir punda frá Porto.

Stoke hafði áður eytt mestu í Svisslendinginn Xherdan Shaqiri sem félagið keypti á 12 milljónir punda frá Internazionale fyrir núverandi tímabil.

Giannelli Imbula er ekki aðeins dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke því ekkert enskt félag eyddi meiru í einn leikmann í þessum félagsskiptaglugga sem lokaði í kvöld.

Giannelli Imbula er 23 ára gamall franskur miðjumaður sem var aðeins hálft tímabil hjá Porto.

Porto keypti hann frá franska félaginu Marseille í júlí en hann hafði spilað með Marseille í tvö tímabil.

„Giannelli er mjög góður ungur leikmaður," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke í viðtali á heimasíðu félagsins í kvöld.

„Hann er kraftmikill, góður með boltann og getur gefið langar og góðar sendingar. Það er enginn vafi á því að hann gerir liðið betra," sagði Hughes.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Stoke City átti stćrstu kaupin á síđasta degi gluggans
Fara efst