Fótbolti

Stoke, Palace og Man. Utd geta fagnað í laumi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Bailly er á leið aftur til Manchester.
Eric Bailly er á leið aftur til Manchester. vísir/getty
Fleirir stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni eru á heimleið fyrr en áætlað var úr Afríkukeppninni. Fílabeinsströndin komst nefnilega ekki upp úr riðli í kvöld og er úr leik.

Þetta þýðir að Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, Wilfried Bony, framherji Stoke, og Eric Bailly, miðvörður Manchester United, snúa fyrr til sinna liða en flestir reiknuðu með enda Fílabeinsströndin ríkjandi Afríkumeistari.

Fílabeinsstrendingar þurftu sigur á móti Marokkó í lokaumferð C-riðils í kvöld til að komast áfram en það tókst ekki. Rachid Alioui tryggði Marokkómönnum 1-0 sigur og annað sætið í riðlinum á eftir Kongó sem vann Tógó, 3-1, í kvöld.

Bony, Zaha og Bailly voru allir í byrjunarliði Fílabeinsstrandarinnar í kvöld en liðið endaði í þriðja sæti C-riiðls með aðeins tvö stig eftir tvö jafntefli og eitt tap.

Í gær heltist Alsír úr lestinni en það þýddi að Leicester fékk framherjana sína Riayd Mahrez og Islam Slimani til baka í ensku úrvalsdeildina fyrr en reiknað var með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×