Innlent

Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í dag verður haldinn stofnfundur BIEN Ísland – Félags um borgaralaun á Íslandi. Félaginu er ætlað að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningar, prófanir, umræður og undirbúning upptöku á borgaralaunum í formi algildrar grunnframfærslu eða neikvæðs tekjuskatts á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Á fundinum mun Louise Haagh halda erindi en hún er meðstjórnandi BIEN International. Ásamt henni mun Jouko Hemmi einnig halda erindi en hann er fulltrúi BIEN í Finnlandi.

Fundurinn verður í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði kl. 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×