ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 11:10

Velta tveggja stćrstu bílaleiganna jókst um 1,5 milljarđa

VIĐSKIPTI

Stofna hamfarasjóđ

 
Innlent
17:52 16. FEBRÚAR 2016
Forsćtisráđherra á Siglufirđi í ágúst síđastliđnum ađ skođa skemmdir vegna flóđa ţar í bć.
Forsćtisráđherra á Siglufirđi í ágúst síđastliđnum ađ skođa skemmdir vegna flóđa ţar í bć. VÍSIR/VÖLUNDUR JÓNSSON

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í dag að stofna sérstakan hamfarasjóð sem á að hafa það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár. Sjóðurinn mun meðal annars hafa umsjón með því að greiða kostnað opinberra aðila vegna tjóns sem verður af völdum náttúruhamfara.

Stofnun slíks sjóðs hefur ítrekað verið rædd og er ákvörðunin nú tekin í samræmi við tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins sem komu fram í síðasta mánuði.

„Þetta er mikið framfaramál sem eykur getu samfélagsins til að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í tilkynningu vegna málsins.

Gert er ráð fyrir því að hamfarasjóður muni skiptast í forvarna- og bótasjóð. Sjóðurinn verður vistaður í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem mun vinna að stofnun sjóðsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Stofna hamfarasjóđ
Fara efst