Innlent

Stofna hamfarasjóð

Bjarki Ármannsson skrifar
Forsætisráðherra á Siglufirði í ágúst síðastliðnum að skoða skemmdir vegna flóða þar í bæ.
Forsætisráðherra á Siglufirði í ágúst síðastliðnum að skoða skemmdir vegna flóða þar í bæ. Vísir/Völundur Jónsson
Samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í dag að stofna sérstakan hamfarasjóð sem á að hafa það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár. Sjóðurinn mun meðal annars hafa umsjón með því að greiða kostnað opinberra aðila vegna tjóns sem verður af völdum náttúruhamfara.

Stofnun slíks sjóðs hefur ítrekað verið rædd og er ákvörðunin nú tekin í samræmi við tillögur starfshóps umhverfisráðuneytisins sem komu fram í síðasta mánuði.

„Þetta er mikið framfaramál sem eykur getu samfélagsins til að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í tilkynningu vegna málsins.

Gert er ráð fyrir því að hamfarasjóður muni skiptast í forvarna- og bótasjóð. Sjóðurinn verður vistaður í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem mun vinna að stofnun sjóðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×