Erlent

Stöðvuðu innflutning fílabeins

Samúel Karl Ólason skrifar
MIklu magni af fílabeini er smyglað í gegnum Taíland. Þessi mynd var tekin fyrr á árinu og tengist fréttinni ekki beint.
MIklu magni af fílabeini er smyglað í gegnum Taíland. Þessi mynd var tekin fyrr á árinu og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Yfirvöld í Taílandi segja að tollverðir hafi lagt hald á um 250 kíló af fílabeini sem smygla átti frá Afríku til Asíu. Nánar tiltekið var fílabeinið falið í kössum sem áttu að fara frá Kongó til Laos. Fílabeinið eru talið um 40 milljóna króna virði.

Á vef AP fréttaveitunnar segir að tollyfirvöld í Taílandi hafi fengið ábendingu um farminn og hafi fylgst með honum frá því hann var settur um borð í flugvél í Eþíópíu. Þetta er í ellefta sinn á árinu sem smygl fílabeins er stöðvaður í Taílandi.

Veiðiþjófar hafa drepið tugi þúsunda fíla í Afríku á síðustu árum til að mæta gífurlegri eftirspurn í Asíu. Taíland er áfangastaður mikils magns fílabeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×