Innlent

Stöðvaður án ökuréttinda í þriðja sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Auk ökumannsins unga voru sextán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í vikunni.
Auk ökumannsins unga voru sextán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í vikunni. Vísir/VIlhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í ljós kom að hann hafði aldrei fengið bílpróf, en þetta var í þriðja sinn sem hann er stöðvaður af lögreglunni. Þá var ungur ökumaður mældur á 123 km hraða á Njarðarbraut í Njarðvík.

Hámarkshraði þar er 50 kílómetrar á klukkustund.

Sá missti bílprófið til bráðabirgða og þarf þar að auki að greiða 130 þúsund króna sekt og fær þrjá punkta í ökuferilsskrá. Þá var barnavernd gert viðvart um málið vegna ungs aldurs ökumannsins.

Auk ökumannsins unga voru sextán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Fáeinir til viðbótar óku án ökuréttinda og nokkuð var um stöðvunarskyldubrot. Einn ók á grindverk á Suðurstrandarvegi en hann er grunaður um ölvun og neyslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×