Erlent

Stöðva kosningabaráttu um sjálfstæði Katalóníu

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmæli eru fyrirhuguð í fjölda borga og bæja í Katalóníu í kvöld.
Mótmæli eru fyrirhuguð í fjölda borga og bæja í Katalóníu í kvöld. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Katalóníu segja að þeir vilji enn halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Katalóníu skuli lýsa yfir sjálfstæði.

Stjórnlagadómstóll í Madríd hefur lýst því yfir að dómarar þurfi að leggjast yfir hvort slík atkvæðagreiðsla standist stjórnarskrá og er gert ráð fyrir að ákvörðunin liggi fyrir eftir fimm mánuði.

Atkvæðagreiðslan um sjálfstæði Katalóníu á að fara fram þann 9. nóvember næstkomandi, en nú hefur verið ákveðið að stöðva dreifingu kynningarbæklinga um atkvæðagreiðsluna til íbúa vegna ákvörðunar stjórnlagadómstólsins.

Í frétt NRK kemur fram að Francesc Homs, talsmaður katalónsku stjórnarinnar, segi stjórnina vera staðfasta í að atkvæðagreiðslan fari fram.

Samband Katalóníu og stjórnvalda í Madríd hefur lengi verið stirt, en á átjándu öld glataði héraðið sjálfstæði sínu og fengu íbúar þess ekki að notast við katalónsku sem tungumál. Það var fyrst eftir dauða einræðisherrans Franco sem katalónska og katalónsk menning urðu aftur leyft. Í dag er héraðið með sjálfstjórn.

Mótmæli eru fyrirhuguð í fjölda borga og bæja í Katalóníu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×