Innlent

Stöðumælasektin hækkar um sextíu prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það getur kostað 2500 krónur í dag að gleyma að borga í stöðumæli.
Það getur kostað 2500 krónur í dag að gleyma að borga í stöðumæli.
Stefnt er að því að hækka aukastöðugjöld úr 2.500 krónum í 4.000 krónur, eða um 60 prósent. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir markmiðið vera að gjaldið með afslætti verði ekki ódýrara en það kostar að leggja í bílastæði á gjald­svæði 1, það er á Laugavegi og í miðbænum, í heilan dag.

„Eins og staðan er, er gjaldið ekki nema 1.400 krónur með afslætti og það er ódýrara að leggja bara allan daginn við Laugaveginn og fá á sig gjald heldur en að borga.“

Kolbrún segir gjaldskrárnar ekki verða hækkaðar fyrr en eftir áramót, að fengnu samþykki borgarstjórnar og innanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×