Innlent

Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar

„Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006.

Fréttastofan greindi frá því í kvöld að styrkurinn hefði verið greiddur 29. desember, þremur dögum áður en lög sem bönnuðu stjórnarmálaflokkum að taka við hærra framlagi en 300 þúsund krónum frá einstökum lögaðila tóku gildi.

Júlíus sagðist lítið vera að velta sér upp úr þessu máli enda um annað að hugsa. „Tíma núverandi stjórnenda Stoða er betur varið í lífsbaráttu félagsins heldur en að hugsa um fortíðarmál FL Group," segir Júlíus en Stoðir hafa fengið heimild frá Héraðsdómi Reykjavíkur til að ganga til nauðasamninga við kröfuhafa sína.






Tengdar fréttir

Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög

„Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi.

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×