Innlent

Stóð við 31 árs gamalt loforð

Bjarki Ármannsson skrifar
Starfsfólk Landakots býr um nýja rúmið.
Starfsfólk Landakots býr um nýja rúmið. Mynd/Landspítali
Starfsfólk Landakots tók nýlega á móti peningagjöf að andvirði nýs sjúkrarúms. Gefandinn er Birgir Össurarson sem hét því að gefa fé til kaupa á nýju rúmi eftir að hann lá á spítalanum eftir aðgerð fyrir 31 ári.

„Það er von mín að upphæðin nýtist Landakoti vel við endurnýjun sjúkrarúma þar sem verið er að skipta út gömlum rúmum sem voru ný þegar ég lá á Landakoti í um þrjár vikur 1983,“ skrifar Birgir í bréfi sem fylgdi með gjöfinni.

Birgir var á sínum tíma látinn gista fyrst í gömlu rúmi, en fékk síðan að flytja í nýtt og hét þá kaupunum sem hann stóð við. Birgi, sem býr í Svíþjóð, hafa verið færðar þakkir Landspítala fyrir hlýhug sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×