Lífið

Stöð 2 í gamla daga: Tveggja ára Bubbaaðdáandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin misseri lagst yfir safn Stöðvar 2 og sett saman gömul innslög úr efni Stöðvarinnar. Innslögin eru núna sýnd í þættinum Íslandi í dag á fimmtudagskvöldum.

Hákon Sæberg var aðeins tveggja ára þegar hann sló í gegn í þættinum Krakkavísa á Stöð 2 fyrir 22 árum.

Hann söng þar meðal annars lag Bubba Morthens, Jakkalakkar. Frammistaðan vakti athygli á sínum tíma og Bubbi var sjálfur hrifinn. Sigrún rifjaði þetta upp í liðnum „Horft um öxl“ í Íslandi í dag og hafði líka upp á Hákoni sem er orðinn fullorðinn maður í dag og nýútskrifaður úr háskóla.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×