Lífið

Stöð 2 í gamla daga: Keikó kom til landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin misseri lagst yfir safn Stöðvar 2 og sett saman gömul innslög úr efni Stöðvarinnar. Innslögin eru núna sýnd í þættinum Íslandi í dag á fimmtudagskvöldum.

Í haust eru 17 ár frá því háhyrningurinn Keikó var fluttur til Íslands frá Oregon í Bandaríkjunum, en viðburðurinn vakti heimsathygli.

Stöð 2 skipulagði þriggja klukkustunda beina útsendingu og fékk Eirík Hjálmarsson þáverandi fréttamann til að lýsa því sem fyrir augu bar.

Umrædd útsending varð þó næstum helmingi lengri vegna þess að lendingarbúnaður flutningavélar bandaríska flughersins brotnaði og setti allt úr skorðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×