Erlent

Stjúpbróðirinn handtekinn vegna morðsins á Becky Watts

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Becky Watts hvarf frá heimili sínu þann19. febrúar síðastliðinn.
Becky Watts hvarf frá heimili sínu þann19. febrúar síðastliðinn. Mynd/Avon and Somerset Police
28 ára gamall maður sem lögreglan í Bristol handtók um helgina vegna morðsins á hinni 16 ára gömlu Becky Watts er stjúpbróðir hennar. Kærastan hans, sem er 21 árs, var einnig handtekin.

Becky hvarf frá heimili sínu í Bristol þann 19. febrúar síðastliðinn. Mikil leit hafði staðið yfir og fundust líkamsleifar hennar á heimili skammt frá þar sem Becky sjálf bjó.

Stjúpbróðir Beckyar er vörubílstjóri og kærastan hans hafði sett mynd á Facebook-síðu sína vegna leitarinnar að Becky skömmu áður en hún var handtekin. Parið á eitt barn saman, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Lögreglan handtók einnig fimm til viðbótar vegna gruns um að hafa aðstoðað karlinn og konuna sem grunuð eru um að hafa banað stúlkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×