Innlent

Stjórnvöld ritskoðuðu dagbókina

Mohamedou Slahi hefur gefið út dagbók sem hann hélt í Guantanamo-fangabúðunum.
Mohamedou Slahi hefur gefið út dagbók sem hann hélt í Guantanamo-fangabúðunum. AFP
Mohamedou Slahi er 44 ára og hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu síðan árið 2002. Í nýrri dagbók sem hefur verið gefin út lýsir hann lífinu í fangabúðunum og þeim hrottafengnu pyntingum sem hann hefur þurft að þola.

Mohamedou var sakaður um að vera meðlimur í al-Kaída samtökunum og að hafa verið viðriðinn hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í New York. Mohamedou skrifaði dagbókina árið 2005 og það hefur tekið sjö ár fyrir lögfræðinga hans að fá hana samþykkta til útgáfu. Stór hluti bókarinnar er ritskoðaður vegna bandarískra hagsmuna. Í bókinni er ritskoðunin sýnd á prenti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×