Erlent

Stjórnvöld gjörbreyta dagblaðinu Zaman

vísir/epa
Tyrkneska dagblaðið Zaman kom út í fyrsta skipti í dag eftir að það fór í ríkiseigu. Ljóst er að miklar breytingar hafa verið gerðar á blaðinu enda voru ekki lengur að finna gagnrýnar greinar á hendur stjórnvöldum, en blaðið var áður eitt helsta málgagn stjórnarandstæðinga.

Forsíðufrétt blaðsins fjallaði um athöfn sem forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, sótti í tengslum við framkvæmdir á brú sem verið er að reisa yfir Bosphorus sund. Fyrirsögnin var „Söguleg eftirvænting vegna brúarinnar.“

Sjá einnig:„Einn svartasti dagur í sögu tyrkneskra fjölmiðla“

Dómstóll úrskurðaði á föstudag að blaðið færi undir yfirráð stjórnvalda. Yfirtakan var fordæmd í laugardagsútgáfu blaðsins og dagurinn sagður einn sá svartasti í sögu tyrkneskra fjölmiðla. Fjöldi mótmælenda var handtekinn eftir að til átaka kom fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins og kröfðust þess að ekki yrði þaggað niður í frjálsri fjölmiðlun.

Fjöldi blaðamanna sneri aftur til vinnu þrátt fyrir yfirtökuna. Þeir hafa þó ekki lengur aðgang að ritstjórnarkerfinu né tölvupósthólfum sínum.

Zaman er tengt Hizmet-hreyfingunni sem tyrknesk stjórnvöld líta á sem hryðjuverkasamtök. Hún er undir stjórn klerksins Fethulla Gulen, sem búsettur er í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×