FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 08:09

Harđlínumađur stađfestur sem sendiherra í Ísrael

FRÉTTIR

Stjórnvöld gjörbreyta dagblađinu Zaman

 
Erlent
00:08 07. MARS 2016
Stjórnvöld gjörbreyta dagblađinu Zaman
VÍSIR/EPA

Tyrkneska dagblaðið Zaman kom út í fyrsta skipti í dag eftir að það fór í ríkiseigu. Ljóst er að miklar breytingar hafa verið gerðar á blaðinu enda voru ekki lengur að finna gagnrýnar greinar á hendur stjórnvöldum, en blaðið var áður eitt helsta málgagn stjórnarandstæðinga.

Forsíðufrétt blaðsins fjallaði um athöfn sem forseti landsins, Recep Tayyip Erdogan, sótti í tengslum við framkvæmdir á brú sem verið er að reisa yfir Bosphorus sund. Fyrirsögnin var „Söguleg eftirvænting vegna brúarinnar.“

Sjá einnig: „Einn svartasti dagur í sögu tyrkneskra fjölmiðla“

Dómstóll úrskurðaði á föstudag að blaðið færi undir yfirráð stjórnvalda. Yfirtakan var fordæmd í laugardagsútgáfu blaðsins og dagurinn sagður einn sá svartasti í sögu tyrkneskra fjölmiðla. Fjöldi mótmælenda var handtekinn eftir að til átaka kom fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins og kröfðust þess að ekki yrði þaggað niður í frjálsri fjölmiðlun.

Fjöldi blaðamanna sneri aftur til vinnu þrátt fyrir yfirtökuna. Þeir hafa þó ekki lengur aðgang að ritstjórnarkerfinu né tölvupósthólfum sínum.

Zaman er tengt Hizmet-hreyfingunni sem tyrknesk stjórnvöld líta á sem hryðjuverkasamtök. Hún er undir stjórn klerksins Fethulla Gulen, sem búsettur er í Bandaríkjunum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Stjórnvöld gjörbreyta dagblađinu Zaman
Fara efst