Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling kemur inn á föstudaginn: Svarar spurningum í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það eru allir að bíða eftir Siggu Kling.
Það eru allir að bíða eftir Siggu Kling. vísir
„Ég vil endilega að fólk sendi inn einlægar spurningar frá hjartanu í stað þess að senda bara fæðingardaginn, þó hann verði að fylgja með,“ segir Sigríður Klingenberg sem verður í beinni útsendingu á Facebook-live og á Vísi á föstudaginn klukkan 14:00.

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir októbermánuð detta í hús snemma á föstudagsmorgun.

„Fólk er búið að vera stoppa mig í Bónus og blaðamenn hafa verið að hringja í mig, allir eru að pæla hvar stjörnuspáin mín er,“ segir Sigga en sú breyting var gerð á fyrirkomulagi Stjörnuspárinnar að núna birtist hún fyrsta föstudag í hverju mánuði.

Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Í byrjun september var fyrsta beina útsendingin og voru viðtökurnar frábærar. Við skorum því á okkar lesendur að taka þátt og senda inn spurninga í gegnum Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×