Lífið

Stjörnurnar syrgja James Garner

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Stjörnurnar minntust stórleikarans James Garner í gær en hann lést á heimili sínu á laugardaginn, 86 ára að aldri.

„Hjarta mitt var að brotna,“ segir leikkonan Sally Field í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér en hún lék með James í Murphy's Romance árið 1985. James hlaut einmitt tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni.

„Það eru fáar manneskjur á þessari jörðu sem ég hef dáð jafn mikið og Jimmy Garner. Ég met allar stundirnar sem við áttum saman og endurupplifi þær aftur og aftur í höfði mínu. Hann var demantur,“ bætir hún við.

Fjölmargar stjörnur tístu minningarorð um James í gær og má sjá nokkur þeirra hér fyrir neðan.

Lögreglan var kölluð að heimili James klukkan átta á laugardagskvöldið en enn er ekki ljóst hvað dró hann til dauða. Hann fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2008 og sást sjaldan meðal fólks eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×