Sport

Stjörnurnar minnast Ali á Twitter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Muhammad Ali, 1942-2016.
Muhammad Ali, 1942-2016. vísir/getty
Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri.



Ali er einn merkasti íþróttamaður sem uppi hefur verið; ekki bara frábær hnefaleikamaður heldur var orðheppinn skemmtikraftur sem barðist ötullega fyrir mannréttindum blökkumanna.

Ali var elskaður og umdeildur, ekki síst fyrir þá ákvörðun sína að neita að ganga í bandaríska herinn árið 1967. Ali var sviptur keppnisréttindum sínum og barðist ekki í fjögur ár.

Hann sneri aftur í hringinn 1971 þegar hann tapaði fyrir Joe Frazier í „bardaga aldarinnar“ eins og hann var kallaður. Það var aðeins eitt af fimm töpum Alis á ferlinum.

Ali vann 55 af fyrstu 57 bardögum sínum og varð þrívegis heimsmeistari í þungavigt, fyrst 1964 eftir að hafa rotað Sonny Liston í frægum bardaga. Þá vann Ali til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Róm 1960.

Ali greindist með Parkinson-sjúkdóminn 1984, þremur árum eftir að hann lagði hanskana á hilluna.

Fjölmargir hafa minnst Alis á Twitter en brot af þeim má sjá hér að neðan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×