Lífið

Stjörnurnar minnast „Mini Me“

Verne Troyer var best þekktur fyrir að leika Mini-Me í Austin Powers myndunum.
Verne Troyer var best þekktur fyrir að leika Mini-Me í Austin Powers myndunum. Vísir/Getty
Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968.

Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers.

Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me.

Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.

Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.

Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan.

Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×