Lífið

Stjörnurnar hámuðu í sig humar

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjölmennt og góðmennt var við opnunina.
Fjölmennt og góðmennt var við opnunina.
Veitingastaðurinn Verbúð 11 Lobster & stuff opnaði við gömlu höfnina síðastliðinn föstudag. Staðurinn er í eigu þeirra Jóns Gunnars Geirdal og Jóns Arnars Guðbrandssonar, sem einnig reka samloku- og safastaðinn Lemon.

Margmennt var við opnunina, þar sem gestir fengu meðal annars að smakka rétti úr eldhúsinu. Líkt og nafn staðarins gefur til kynna verður talsvert um humar á boðstólnum en einnig verður boðið upp á rib-eye hamborgara, bláskel og ýmislegt fleira.

Fjölmiðlafólkið Björn Ingi Hrafnsson, Salka Sól Eyfeld og Ásgeir Kolbeinsson, knattspyrnuhetjan Eiður Smári Guðjohnsen og Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, voru meðal þeirra sem létu sjá sig á föstudagskvöldið. Nokkrar vel valdar myndir frá opnuninni má sjá hér fyrir neðan.​
Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason úr Úlfi Úlfi.
Gestir fengu að smakka.
Má bjóða þér drykk?
Sólmundur Hólm grínisti, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Jón Gunnar Geirdal.
Ásgeir Kolbeinsson fjölmiðlamaður og Bryndís Hera Gísladóttir létu sig ekki vanta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×