Körfubolti

Stjörnur Cleveland sáu um Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Meistarar Cleveland hristu af sér sprækt lið Boston Celtics í nótt þökk sé stjörnum meistaranna.

Stjörnurnar þrjár voru allar með tvöfalda tvennu í nótt. LeBron James skoraði 23 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst.

Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar og Kevin Love skoraði 30 stig og tók 15 fráköst. Það var meira en Boston réð við.

Isaiah Thomas var atkvæðamestur í liði Boston með 31 stig og gaf einnig 9 stoðsendingar.

Dallas lagði svo LA Lakers en þetta var tólfti sigur Dallas í röð gegn Lakers. Sannkallað hreðjatak.

Úrslit:

Charlotte-Miami  91-82

Memphis-Oklahoma  114-80

Cleveland-Boston  124-118

Utah-Philadelphia  100-83

Phoenix-Toronto  99-91

LA Lakers-Dallas  89-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×