Handbolti

Stjörnukonur á leið í tíunda úrslitaleikinn á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir hefur spilað ófáa úrslitaleikina á síðustu árum.
Helena Rut Örvarsdóttir hefur spilað ófáa úrslitaleikina á síðustu árum. Vísir/Vilhelm
Kvennalið Stjörnunnar komst í gær í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna þar sem liðið mætir Fram í Laugardalshöllinni á morgun.

Stjörnukonur hafa nánast verið fastagestir í úrslitaleikjum um titlana þrjá undanfarin fjögur ár og hafa í raun aðeins misst af tveimur úrslitaleikjum frá og með lokaúrslitunum 2013.

Stjarnan hefur spilað til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár, er á leið í þriðja bikarúrslitaleik sinn á fjórum árum og spila í desember sinn þriðja úrslitaleik um deildabikarinn á síðustu fjórum árum.

Stjörnukonur geta unnið bikarinn annað árið í röð í Höllinni á morgun en annars hafa silfurverðlaunin verið alltof algeng hjá Garðabæjarliðinu. Stjarnan hefur nefnilega tapað sjö úrslitaleikjum af fyrrnefndum níu.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslitaleikina í kvennahandboltanum á síðustu árum.

Síðustu fjórir úrslitaleikir um titlana þrjá í kvennahandboltanum:

Lokaúrslit Íslandsmótsins  4 úrslitaleikir

2015-16: Grótta-Stjarnan 3-1

2014-15: Grótta-Stjarnan 3-1

2013-14: Stjarnan-Valur 2-3

2012-13: Fram-Stjarnan 3-2

Bikarúrslitaleikir  3 úrslitaleikir

2016-17: Fram-Stjarnan (Mætast á morgun)

2015-16: Stjarnan-Grótta 20-16

2014-15: Grótta-Valur 29-14

2013-14: Stjarnan-Valur 19-24

Úrslitaleikir deildabikarsins:  3 úrslitaleikir

2016-17: Fram-Stjarnan 23-22

2015-16: Valur-Fram 24-26

2014-15: Fram-Stjarnan 25-20

2013-14: Stjarnan-Grótta 28-23

Flestir úrslitaleikir félaga í kvennahandboltanum frá og með vorinu 2013

10 - Stjarnan

5 - Grótta

5 - Fram

4 - Valur

Flestir sigrar félaga í úrslitaleikjum kvennahandboltans frá og með vorinu 2013

4 - Fram

3 - Grótta

2 - Stjarnan

2 - Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×