Innlent

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn formlega stofnaður: Stendur með almenningi gegn sérhagsmunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá stofnfundi Viðreisnar í dag.
Frá stofnfundi Viðreisnar í dag. mynd/páll kjartansson
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, var kjörinn formaður stjórnmálaflokksins Viðreisnar sem formlega var stofnað á fundi í Hörpu í dag.

Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að fundurinn hátt í 400 manns hafi sótt fundinn en auk þess sem kosið var í stjórn flokksins var grunnstefna flokksins samþykkt. Flokkurinn stefnir á að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum sem verða að öllum líkindum í haust.

Rætt var við Benedikt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Hann að Viðreisn verði frjálslyndur flokkur og öðruvísi flokkur en hafa átt að kynnast. Flokkurinn vilji hugsa fyrst og fremst um neytendur og almenning og standa gegn sérhagsmunum.

Grunnstefna flokksins felst í því „að byggja upp samfélag þar sem einstaklingar vilji og geti nýtt hæfileika sína til fulls. Mikilvægt sé að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og gæta þess að traust ríki í stjórnmálum og í garð stofnana ríkisins. Efla beri málefnalega umræðu og góða stjórnarhætti með áherslu á gegnsæi og gott siðferði,“ að því er segir í tilkynningu.

Ásamt Benedikt voru eftirtaldir kjörnir í stjórn Viðreisnar:

Ásdís Rafnar, lögfræðingur; Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi; Daði Már Kristófersson, hagfræðingur; Geir Finnsson, markaðsstjóri; Georg Brynjarsson, hagfræðingur; Hulda Herjólfsdóttir Skogland, alþjóðastjórnmálafræðingur; Jenný Guðrún Jónsdóttir, kennari; Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur; Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur; Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur; Katrín Kristjana Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur; Sigurjón Arnórsson, viðskiptafræðingur; Vilmundur Jósepsson, fv. formaður Samtaka atvinnulífsins og Þórunn Benediktsdóttur, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×