Viðskipti innlent

Stjórnendur undirstofnana ráðuneytanna ekki á fund fjárlaganefndar

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. Vísir/Pjetur
„Það liggur fyrir að stjórnendur undirstofnana ráðuneytanna verða ekki kallaðir fyrir fjárlaganefnd Alþingis að svo stöddu. Við bíðum eftir níu mánaða uppgjörinu og sjáum hvað gerist þá,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.

Stofnanir ríkisins höfðu farið um sjö milljarða fram úr áætlunum á fyrri hluta árs samkvæmt yfirliti Fjársýslu ríkisins. Í þessum mánuði hefur fjárlaganefnd leitað skýringa á umframkeyrslunni.

Vigdís segist ánægð með að það hafi komið í ljós á fundi nefndarinnar í gær að innanríkisráðuneytið í heild væri innan fjárheimilda, þótt einstakar stofnanir glímdu við ákveðinn vanda.

Þeirra á meðal er Vegagerðin en hún var komin 1,7 milljarða fram úr fjárheimildum á fyrri helmingi ársins, Sjúkratryggingar Íslands voru komnar 1,8 milljarða fram úr fjárheimildum og Landspítalinn 600 milljónir umfram fjárheimildir.

Vigdís segir ljóst að það verði ekki viðsnúningur hjá þessum stofnunum á síðari helmingi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×