Viðskipti innlent

Stjórnendur bjartsýnni á horfur íslensks hagkerfis

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka.
Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka.
Stjórnendur eru bjartsýnni á horfur íslensks hagkerfis til næstu tólf mánaða en þeir voru í desember 2013. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem birt var í dag.

Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 81,1% stjórnenda telja að íslenska hagkerfið muni vaxa á næstu tólf mánuðum, borið saman við 58,9% í desember 2013.

Niðurstöðurnar sýna að fleiri stjórnendur eiga von á að velta, arðsemi og eftirspurn eftir vöru eða þjónustu aukist á næstu 12 mánuðum en í síðustu mælingu. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 66,8% telja að velta muni aukast hjá sínu fyrirtæki á næstu 12 mánuðum, borið saman við 60,7% í desember 2013, 65,5% sögðust telja að eftirspurn eftir vöru eða þjónustu fyrirtækisins myndi aukast á næstu 12 mánuðum, borið saman við 55,0% í desember 2013 og 52,3% sögðust telja að arðsemi fyrirtækisins myndi aukast á næstu 12 mánuðum, borið saman við 43,7% í desember 2013.

Könnun MMR fór fram á tímabilinu 20. júní til 1. júlí 2014 þar sem kannað var viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×