Erlent

Stjórnarskipti á Grænlandi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kim Kielsen verður forsætisráðherra áfram
Kim Kielsen verður forsætisráðherra áfram
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð á Grænlandi, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað.

Kim Kielsen verður áfram formaður landstjórnarinnar, en hann er leiðtogi Siumut-flokksins.

Siumut hefur fengið flokkana Inuit Ataqtigiit og Naleraq til liðs við sig í nýju stjórnina, en Demókrataflokkurinn og Atassut mega nú hírast í stjórnarandstöðu eftir að hafa verið fyrri hluta kjörtímabilsins í stjórn með Siumut.

Nýja stjórnin er sammála um að Grænland haldi hiklaust áfram á braut til sjálfstæðis. Á hinn bóginn verða ákvarðanir um úranvinnslu lagðar til hliðar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×