Erlent

Stjórnarherinn hefur frelsað Palmyra

Samúel Karl Ólason skrifar
Rústirnar í Palmyra.
Rústirnar í Palmyra. Vísir/EPA
Hermenn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafa náð hinni fornu borg Palmyra úr haldi ISIS. Þeir hafa þó ekki frelsað borgina alla en sókn þeirra gengur hægt þar sem vígamenn hafa komið jarðsprengjum og gildrum fyrir.

Árásin er studd af loftárásum Rússa.

Samkvæmt heimildum AFP fréttaveitunnar eru bardagar harðir en herinn hefur náð hinum fræga dal grafhýsanna. Palmyra og svæði í kring voru einhverjar elstu og umfangsmestu rústir Mið-Austurlanda. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa þó sprengt upp forn hof og myrtu þeir umsjónarmann rústanna opinberlega.

Sjá einnig: Gervihnattamyndir staðfesta eyðileggingu Belhofsins í Palmyra

Þá hafa þeir notað fornt hringleikahús í rústunum til að framkvæma fjöldaaftökur á föngum.


Tengdar fréttir

Rússar gera loftárásir á Palmyra

Sýrlenskir fjölmiðlar greina frá því að tuttugu farartæki og þrjár vopnageymslur hafi eyðilagst í árásinni í Palmyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×