Innlent

Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“

Bjarki Ármannsson skrifar
Ágúst Bent Sigbertsson er sagður hafa ráðist á Friðrik Larsen um helgina.
Ágúst Bent Sigbertsson er sagður hafa ráðist á Friðrik Larsen um helgina. Vísir
Friðrik Larsen, stjórnarformaður ÍMARK, hyggst kæra til lögreglu líkamsárás sem hann varð fyrir á skemmtistaðnum Loftið í Austurstræti aðfaranótt síðasta laugardags.

Í skilaboðum til fréttastofu segir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, árásina „fólskulega“ og staðfestir að Ágúst Bent Sigbertsson, leikstjóri og tónlistarmaður, sé ætlaður gerandi.

„Fjölmörg vitni voru að árásinni sem bæði var harkaleg og tilefnislaus,“ skrifar Einar. „Árásarmaðurinn sló umbjóðanda minn nokkur þung hnefahögg í höfuð og andlit og þurfti Friðrik að leita aðhlynningar á slysadeild.“

Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk en það er einskonar uppskeruhátíð auglýsingabransans á Íslandi þar sem verðlaun eru veitt fyrir árangur nýliðins árs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×