Fótbolti

Stjórnarformaður Blackpool hafnaði því að fá Benatia árið 2009

Mehdi Benatia við undirskriftina.
Mehdi Benatia við undirskriftina. Vísir/Getty
Stjórnarformaður Blackpool var ekki tilbúinn að greiða 100.000 pund fyrir marokkóska varnarmanninn Mehdi Benatia árið 2009 en hann gekk til liðs við Bayern Munchen fyrir 21 milljón punda á dögunum.

Daily Mail greinir frá þessu í dag en Blackpool fékk tækifæri á að kaupa þennan sterka varnarmann á aðeins 100.000 pund þegar hann var á mála hjá Clermont Foot í Frakklandi.

Ian Holloway, þáverandi knattspyrnustjóri Blackpool, ferðaðist til Frakklands að fylgjast með Benatia og vildi ganga frá kaupunum en fékk ekki heimild til þess frá stjórnaformanni félagsins, Karl Oyston.

Einu ári síðar gekk Benatia til liðs við Udinese þar sem hann lék í þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Roma fyrir einu ári síðan fyrir tíu milljónir punda. Hann lék aðeins eitt ár í treyju Roma áður en hann færði sig aftur um set, í þetta sinn til þýsku meistaranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×