FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 14:14

Kristín Ţorsteinsdóttir ráđin útgefandi 365

VIĐSKIPTI

Stjórnarflokkarnir međ 41% stuđning

Innlent
kl 08:38, 03. mars 2014
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, hafa horft á bak talsverđu fylgi frá kosningum.
Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, formađur Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, hafa horft á bak talsverđu fylgi frá kosningum. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn hefur minnkað úr 30,5 prósentum í 26,8 prósent á síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 13,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn.

Samanlagt styðja því 40,7 prósent kjósenda stjórnarflokkana tvo. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þetta fengju þeir samtals 26 þingmenn, en eru með 38 þingmenn í dag. Til að halda þingmeirihluta þyrftu þeir að hafa 32 þingmenn af 63, sex fleiri en þeir fengju yrði gengið til kosninga nú.


Guđmundur Steingrímsson, formađur Bjartrar framtíđar, og Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvćmt könnuninni.
Guđmundur Steingrímsson, formađur Bjartrar framtíđar, og Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, stýra jafn stórum flokkum samkvćmt könnuninni. FRÉTTABLAĐIĐ/DANÍEL

Björt framtíð og Samfylkingin mælast nú með nær sama fylgi á landsvísu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Báðir flokkarnir mælast með stuðning um 18 prósenta kjósenda, en stuðningur við Bjarta framtíð mælist á uppleið á meðan fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað undanfarið.

Alls myndu 18,4 prósent kjósenda merkja við A fyrir Bjarta framtíð yrði gengið til kosninga nú samkvæmt könnuninni. Stuðningur við flokkinn hefur tekið kipp frá síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en hann mældist 13,5 prósent í lok janúar. Kjörfylgi Bjartrar framtíðar í síðustu kosningum var 8,2 prósent og hefur fylgið því meira en tvöfaldast síðan.
Kæmi þetta fylgi upp úr kjörkössunum tvöfaldaðist fjöldi þingmanna Bjartrar framtíðar og færi í 12, en flokkurinn er með sex þingmenn í dag.

Samfylkingin er á sama róli þegar kemur að fylgi, en sækir ekki í sig veðrið nema síður sé. Flokkurinn mælist með um 18 prósenta stuðning í könnuninni, en 20,2 prósent í lok janúar. 

Fylgið er engu að síður vel yfir 12,9 prósenta kjörfylginu, og myndi skila flokknum 12 þingmönnum, en samfylkingarþingmennirnir eru níu í dag.


Stjórnarflokkarnir međ 41% stuđning

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn, með 26,8 prósenta fylgi, nær sama fylgi og kom upp úr kjörkössunum í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur minnkað talsvert á síðasta mánuði, en 30,5 prósent sögðust styðja flokkinn í lok janúar.
Flokkurinn myndi tapa tveimur þingsætum yrði þetta niðurstaða kosninga, og fá 17 þingmenn kjörna.

Fylgi hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, er komið á kunnuglegar slóðir. Um 13,9 prósent styðja flokkinn nú, og hefur hann tapað meira en tíu prósentustigum frá kosningum, þegar 24,4 prósent greiddu honum atkvæði sitt. Fylgi Framsóknar er nú nærri því sem það var í frá árinu 2009 út árið 2012.

Framsókn myndi tapa meira en helmingi þingmanna sinna ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni, fengi níu menn kjörna en er með 19 í dag.

Litlar breytingar mælast á fylgi Vinstri grænna. Um 11,3 prósent myndu kjósa flokkinn í dag samkvæmt könnuninni, heldur fleiri en í síðasta mánuði, en fylgið er aðeins örlitlu hærra en kjörfylgið eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn. Flokkurinn er með sjö þingmenn og myndi halda þeim í kosningum í dag samkvæmt könnuninni.

Stuðningur við Pírata mælist nú í fyrsta skipti með tveggja stafa tölu. Alls segjast 10,2 prósent myndu kjósa Pírata yrði gengið til kosninga nú, en 9,2 prósent voru sömu skoðunar í síðasta mánuði. Píratar hafa samkvæmt þessu tvöfaldað 5,1 prósents kjörfylgi sitt og fengju sex þingmenn í stað þriggja nú yrði gengið til kosninga í dag.


Aðferðafræðin

Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 65,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 24. júl. 2014 14:01

Mótmćla ráđningarferli í Hafnarfirđi

Fulltrúar minnihluta Samfylkingarinnar og Vinstri grćnna sátu hjá í atkvćđagreiđslu um ađ ráđa Harald Guđmundsson sem bćjarstjóra. Meira
Innlent 24. júl. 2014 13:59

Sigríđur Björk Guđjónsdóttir verđur lögreglustjóri höfuđborgarsvćđisins

Sigríđur er fyrsta konan sem gegnir embćttinu. Meira
Innlent 24. júl. 2014 12:00

Vilja dýpka Ósá

Landeigendur og veiđiréttarhafar hafa samţykkt framkvćmdina en beđiđ er eftir samţykki Fiskistofu fyrir framkvćmdinni. Fáist ţađ verđur framkvćmdaleyfi stađfest. Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:52

Haraldur nýr bćjarstjóri í Hafnarfirđi

Bćjarráđ Hafnarfjarđar samţykkti á fundi sínum í dag ađ ráđa Harald Líndal Haraldsson hagfrćđing í stöđu bćjarstjóra. Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:47

Forsetinn heimsótti Landsmót skáta

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Landsmót skáta ađ Hömrum í gćrkvöldi. Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:36

Yfirliđiđ synti yfir Ermarsundiđ

Fimm kvenna sundsveitin synti yfir sundiđ á 13 klukkutímum og 31 mínútu. Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:23

Stefán Eiríksson ráđinn sviđsstjóri velferđarsviđs

Stefán hefur störf ţann 1. september nćstkomandi. Hann var talinn uppfylla best allra umsćkjenda ţćr kröfur sem gerđar eru til sviđsstjóra velferđarsviđs. Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:09

Biđur fólk um ađ dćma ekki Ísraela

"Hér er lítil áróđursmaskína sem er óţreytandi viđ ađ breiđa út áróđur gegn Ísrael. Ţetta er fámennur en hávćr hópur, sem ég kalla auđtrúa Íslendinga, ađ fordćma Ísraela.“ Meira
Innlent 24. júl. 2014 11:00

Mćtti alltof snemma í vinnuna útaf tímarugli í Candy Crush

Haraldur Geir Ţorsteinsson nýtti sér glufu í Candy Crush og breytti klukkunni í símanum sínum til ţess ađ fá aukalíf í leiknum. Hann vaknađi tveimur tímum of snemma í morgun og hélt í vinnuna. Hann át... Meira
Innlent 24. júl. 2014 08:28

Enn skriđuhćtta viđ Öskju

Frekari skriđuföll hafa ekki endanlega veriđ afskrifuđ. Meira
Innlent 24. júl. 2014 08:24

Varasöm vöđ á Austurlandi

Mjög mikiđ rennsli er í ţeim ám á Austurlandi sem og norđlenskum, miđađ viđ árstíma. Meira
Innlent 24. júl. 2014 08:00

Kjaraviđrćđurnar strand í bili

Kjaradeilu flugumsjónarmanna viđ Icelandair og Flugfélag Íslands hefur veriđ vísađ til ríkissáttasemjara. Meira
Innlent 24. júl. 2014 08:00

Nýr kantur viđ Norđfjarđarhöfn vígđur

Stćkkun stendur yfir á einni afkastamesta höfn landsins til ađ gera hana rýmri fyrir stćrri skip. Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:45

Búnir ađ veiđa um helming af kvóta

Makrílveiđar ganga vel samkvćmt upplýsingum frá útgerđarmönnum og skólafólk hefur nóg ađ gera í fiskvinnslu. Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:45

Ţúsundir sóttu útifundinn: „Stöđvum blóđbađiđ“

Taliđ er ađ nokkur ţúsund manns hafi mćtt á útifund Íslands-Palestínu í gćr til ađ mótmćla árásum á Gasasvćđiđ og sýna samstöđu međ Palestínu. Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:30

Vísindamenn skođa orsakir skriđunnar í Öskju

Lokađ er fyrir umferđ ađ Öskjuvatni á međan umfang skriđunnar sem féll á mánudag er rannsakađ. Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:00

Ţúsundir á tjaldsvćđum norđaustanlands

Tjaldsvćđi á Norđaustur horni landsins eru flest ţétt skipuđ íslenskum ferđamönnum í leit sinni ađ íslenksri sumarblílđu. Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:00

Mćtt til ađ rústa Rey Cup 2014

Fótboltamótiđ Rey Cup 2014 var sett í Laugardalnum í gćrkvöldi. 1.300 börn og unglingar munu keppa um helgina og ţar af hátt í 270 ungmenni frá nágrannalöndum okkar. Erlendir útsendarar munu fylgjast ... Meira
Innlent 24. júl. 2014 07:00

48 ţúsund lítrar af mjólk í sjóinn

Bilun í mjólkursílói í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirđinga varđ til ţess ađ 48 ţúsund lítrar af mjólk fóru til spillis ađfaranótt miđvikudags. Meira
Innlent 23. júl. 2014 21:38

Velti bílnum til ađ forđast kind

Tveir erlendir ferđamenn sluppu međ minniháttar skrámur. Meira
Innlent 23. júl. 2014 20:53

„Mannsrán“ í Fljótshlíđ

"Kallinum okkar var stoliđ síđustu nótt og er hans sárt saknađ“ Meira
Innlent 23. júl. 2014 20:47

Ísraelsmenn gramir vegna flugbanns á Tel Aviv

Bandarísk og evrópsk flugfélög hafa hćtt tímabundiđ ađ fljúga til Tel Aviv eftir ađ eldflaugar Hamas sprungu skammt frá flugvelli borgarinnar í gćr. Meira
Innlent 23. júl. 2014 20:37

Kúlan situr enn föst í Panda

Kötturinn Pandi hefur ekkert borđađ síđan á sunnudag og vesslast upp eftir ađ skotiđ var á hann međ öflugum loftriffli. "Verđur líklega látinn fara,“ segir eigandinn. Meira
Innlent 23. júl. 2014 18:56

Kerra međ níu ungmenni á miklum hrađa á ţjóđveginum

Ekki má ekki mikiđ út af bregđa svo ađ alvarlegt tjón verđi segir lögreglumađur í umdćminu. Meira
Innlent 23. júl. 2014 18:36

Sýslumönnum fćkkađ úr 24 í níu

Innanríkisráđherra hefur skipađ nýja sýslu­menn í embćtt­in. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Stjórnarflokkarnir međ 41% stuđning
Fara efst