Innlent

Stjórnarandstaðan fagnar frumvörpum um losun fjármagnshafta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, sagði frumvörp um losun hafta vera góð.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartar framtíðar, sagði frumvörp um losun hafta vera góð. vísir/valli
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í ræðustól á Alþingi í dag og lýstu yfir ánægju sinni með því frumvörp ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta sem kynnt voru á blaðamannafundi í hádeginu í dag.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám hafta líta betur út við en hann hafði þorað að vona. Hann sagði stjórnarandstöðuna vilja vinna með ríkisstjórninni að góðri útfærslu á þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram og hvatti ríkisstjórnina til að taka í útrétta sáttarhönd.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók undir orð Árna Páls og sagðist fagna frumvörpunum.

„Þetta eru góð frumvörp og þau líta vel út við fyrstu sýn,“ sagði Guðmundur.

Þá sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, sagðist einnig fagna því að frumvörpin væru komin fram en við afgreiðslu á þeim þyrfti að huga að ýmsu. Þá væri mikilvægt fyrir þingheim að vinna saman að málinu.

„Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við vinnum saman og reynum sameiginlega að komast að niðurstöðu.“


Tengdar fréttir

Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×