Enski boltinn

Stjórn Everton fundar um framtíð Martinez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Framtíð knattspyrnustjórans Roberto Martinez verður rædd á stjórnarfundi Everton í dag samkvæmt heimildum Sky Sports.

Martinez hefur verið heldur óvinsæll hjá hópi stuðningsmanna Everton og má búast við frekari mótmælum þeirra þegar Everton heimsækir Bournemouth um helgina.

Everton tapaði fyrir Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um helgina en liðið er í ellfta sæti deildarinnar og á engan möguleika á að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Martinez stýrði æfingu hjá Everton í morgun en hann sagði fjölmiðlum í gær að hann óttaðist ekki að láta dæma sig af verkum sínum eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu. Everton hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á fyrsta tímabili Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×