Innlent

Stjórn Byko telur sig ekki geta tekið afstöðu í deilum Ísraels og Palestínu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Byko selur yfir fimmtíu vörur frá ísraelskum fyrirtækjum.
Byko selur yfir fimmtíu vörur frá ísraelskum fyrirtækjum. Vísir / Pjetur
Stjórn BYKO hefur ekki ályktað um deilur Ísraels og Palestínu líkt og kemur fram í þessari frétt Vísis. Sendur var út tölvupóstur í nafni fyrirtækisins, af léni sem því tengist, í gær, 22. október. Stjórn félagsins staðfestir hins vegar að engin tilkynning hafi farið frá félaginu í gær. Hér má sjá fréttina sem fór í loftið byggða á þessum fölsku upplýsingum:



Stjórn Byko telur sig ekki geta tekið afstöðu í jafn eldfimu pólitísku deilumáli og á milli Ísraels og Palestínu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins. Tilefnið er krafa samtakanna BDS Ísland um að fyrirtækið taki úr sölu vörur sem framleiddar eru í Ísrael.

Á stjórnarfundi Byko var ályktað um þessa kröfu. „Stjórn Byko harmar ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir meðal annars í ályktuninni og vísað til þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hafi skipað nefnd til þess að rannsaka ásakanir á gegn báðum ríkjum um mannfall í átökum.

Þar kemur einnig fram að Byko selji yfir fimmtíu vörur frá ísraelskum fyrirtækjum sem kosti á bilinu 609 til 49.990 krónum.

„Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að sniðganga muni skila sér í réttlátari heimi og í ljósi þess að um þó nokkuð magn af ísraelskum vörum eru til sölu í Byko getur stjórn Byko ekki tekið afstöðu til jafn eldfims pólitísks deilumáls þar sem slíkt myndi skaða viðskiptahagsmuni Bykos,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×