Fótbolti

Stjóri Sevilla: Við elskum Evrópudeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emery hefur tvívegis stýrt Sevilla til sigurs í Evrópudeildinni.
Emery hefur tvívegis stýrt Sevilla til sigurs í Evrópudeildinni. vísir/getty
Sevilla komst í gær í úrslit Evrópudeildarinnar þriðja árið í röð eftir 5-3 samanlagðan sigur á Shakhtar Donetsk.

Sevilla hefur unnið Evrópudeildina undanfarin tvö ár og getur tryggt sér þriðja titilinn í röð með sigri á Liverpool á St. Jakob-Park í Basel 18. maí næstkomandi.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Sevilla, segir að félagið hreinlega elski þessa keppni.

„Ég held að öllum stuðningsmönnum Sevilla finnist þessi keppni sérstök því hún hefur gefið okkur svo mikið,“ sagði Emery eftir 3-1 sigur á Shakhtar á heimavelli í gær.

Sevilla hefur unnið Evrópudeildina, eða UEFA Cup eins og keppnin hét áður, fjórum sinnum, oftast allra liða.

Juventus, Inter og Liverpool hafa unnið hana þrisvar sinnum en síðastnefnda liðið getur jafnað met Sevilla með sigri í úrslitaleiknum seinna í þessum mánuði.

„Þetta verður frábær úrslitaleikur, mjög jafn og við eigum að njóta hans,“ bætti Emery við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×