Enski boltinn

Stjóri Jóa Berg: Ég hljóma eins og rispuð plata en markaðurinn er erfiður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sean Dyche, stjóri Burnley.
Sean Dyche, stjóri Burnley. vísir/getty
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, segir erfitt fyrir sig og sitt lið að fá leikmenn til sín eins og markaðurinn er í dag.

Burnley féll úr úrvalsdeildinni 2015 en Dyche hélt starfinu og stýrði því aftur upp á meðal þeirra bestu á síðustu leiktíð þegar liðið vann ensku B-deildina.

Nýliðarnir eru svo sannarlega ekki búnir að eyða miklu ólíkt öðrum nýliðum Middlesbrough, sem eru búnir að fá Alvaro Negredo og bæði Victor Valdes og Brad Guzan í markið.

Dyche er búinn að eyða 3,6 milljónum punda í Jóhann Berg Guðmundsson og Nick Pope sem komu frá Charlton á sama tíma og önnur lið eru að eyða stórfé í leikmenn.

„Markaðurinn er erfiður. Ég veit ég hljóma eins og rispuð plata en þetta er sannleikurinn. Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur. Þetta er mikil áskorun eins og sést á tölunum sem eru í þessu,“ segir Dyche.

„Það eru ákveðin lið sem eyða alveg helling af peningum. Það kemur kannski mest á óvart hvað er borgað fyrir suma leikmenn. En svo eru líka lið sem halda spilunum þétt að sér,“ segir Dean Dyche.

Burnley hefur leik í ensku úrvalsdeildinni 13. ágúst þegar það mætir Swansea í Íslendingaslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×