Enski boltinn

Stjóri Gylfa Þórs veit að tap gegn Liverpool gæti kostað hann starfið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Francesco Guidolin er í sjóðheitu sæti.
Francesco Guidolin er í sjóðheitu sæti. vísir/getty
Francesco Guidolin, knattspyrnustjóri Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segist fullmeðvitaður um að hann gæti misst starfið hjá velska liðinu ef það tapar fyrir Swansea í hádeginu á laugardaginn.

Swansea, sem bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð þökk sé Gylfa Þór Sigurðssyni, byrjar tímabilið mjög illa en það er í 17. sæti með aðeins fjögur stig eftir sex umferðir.

Guidolin hitti Huw Jenkins, stjórnarformann Swansea, nýlega og ræddi framtín sína hjá félaginu en hann vildi sem minnst tala um þann fund og framtíðina á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn gegn Liverpool í dag.

Aðspurður hvort hann gæti misst starfið ef hann tapar leiknum svaraði Ítalinn: „Kannski. Það gæti alveg verið.“

„Ég talaði við stjórnarformanninn í siðustu viku, en það mikilvægasta fyrir mig er að undirbúa liðið fyrir leikinn á æfingavellinum.“

„Ég veit að liðið er ekki í góðri stöðu og við þurfum á sigrum að halda. Ef við spilum vel þá náum við úrslitum því ég veit að þetta er gott lið,“ sagði Francesco Guidolin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×