Fótbolti

Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Dundalk voru fjölmennir í Kaplakrika fyrr í sumar.
Stuðningsmenn Dundalk voru fjölmennir í Kaplakrika fyrr í sumar. vísir/eyþór
FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli.

Dundalk á dygga stuðningsmenn sem fylgja liðinu nánast hvert á land sem er. Margir þeirra komu t.a.m. hingað til lands þegar Dundalk mætti FH í Kaplakrika.

Hópur stuðningsmanna fylgdi liðinu líka til Hollands en þeir lentu í vandræðum á leiðinni rútan sem átti að flytja þá á flugvöllinn í Dublin gaf sig á miðri leið.

Skömmu síðar stoppaði önnur og öllu stærri rúta í vegkantinum. Út steig Stephen Kenny, knattspyrnustjóri Dundalk, og hann bauð stuðningsmönnunum um borð.

Þeir fóru því með liðinu á flugvöllinn og komust á leiðarenda og verða væntanlega í góðum gír á AFAS Stadion, heimavelli AZ, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×