Handbolti

Stjarnan undir í hálfleik en sneri taflinu við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hanna í eldlínunni.
Hanna í eldlínunni. Vísir/Valli
Stjarnan skaust upp að hlið Gróttu á toppi Olís-deildar kvenna með tveggja marka sigri á KA/Þór, 27-25. Grótta á þó leik til góða.

KA/Þór voru þó sterkari í fyrri hálfeik og leiddu óvænt í hálfleik, 18-14. Í síðari hálfleik gengu þó Stjörnustúlkur á lagið og unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-25.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna, en Esther Viktoría Ragnardóttir skoraði sex mörk. Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimm.

Paula Chirila fór á kostum í liði KA/Þór og skoraði tólf mörk. Arna Kristín Einarsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor.

Stjarnan er með jafn mörg stig og Grótta, en Grótta á þó leik til góða. KA/Þór er í næst neðsta sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×