Körfubolti

Stjarnan semur við Jarrid Frye

Jarrid Frye í leik með Stjörnunni.
Jarrid Frye í leik með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm
Stjarnan hefur náð samkomulagi við Jarrid Frye, sem lék með liðinu tímabilið 2012 til 2013. Með Jarrid innanborðs varð Stjarnan bikarmeistari og komst alla leið í úrslitaviðureignina.

Jarrid skoraði 21 stig að meðaltali í leik, tók 8,5 fráköst í leik og gaf 4,5 stoðsendingar. Leikmenn liðsins nutu þess að spila með Jarrid, sem er 195 sentímetra hár bakvörður og framherji með mikla hæfileika til þess að brjóta niður varnir andstæðinganna. Hann þykir vera frábær liðsfélagi, góður sendingamaður og flottur varnarmaður.

„Ég held að það sé ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan liðsstyrk,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar. Hrafn telur að Jarrid muni passa vel inn í leikskipulag liðsins. „Það er líka mjög gott að fá leikmann sem hefur verið hérna áður og þekkir aðstæður. Honum leið vel í Garðabænum síðast þegar hann var hérna og við ætlum okkur að halda áfram að láta honum líða vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×